Langar þig að yngja þig upp um nokkur ár en langar alls ekki að leggjast undir hnífinn? Er eitthvað til ráða?
Nú á vordögum hélt fyrirtækið Zirkonia spennandi kynningarkvöld fyrir snyrtifræðinga á veitingastaðnum Nauthóli. Tilefnið var að kynna nýjungar frá Dermatude Meta Therapy, áhrifaríka húðmeðferð sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.
Það var Saskia Kusters, framkvæmdarstjóri Dermatude, kom til landsins af þessu tilefni og hélt kynningu um það allra nýjasta í meðferðinni en pjattrófunni mér var boðið á kynninguna ásamt þeim snyrtifræðingum sem bjóða uppá Meta Therapy hér á landi.
En hvað gerir Meta Therapy fyrir okkur og af hverju á hún að vera svona virk og áhrifarík?
Dermatude’s Meta Therapy stendur fyrir Medical & Esthetical Tissue Activating Therapy.
Þetta er ný aðferð fyrir yngjandi meðferð á húð og fyrirbyggjandi meðferð gegn öldrunareinkennum á húðinni.
Hún er rakagefandi og enduruppbyggjandi, ásamt því að styrkja og fegra húðina.
MetaTherapy felst í því að gerðar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka. Náttúrlegar varnir líkamans bregðast samstundis við og hefja framleiðslu á kollageni og elastíni til að gera við „skaðann”.
Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100% náttúrulegar enda er líkaminn í þessu að hraða endurnýjun frumanna.
Sérstök serum eru einnig borin á húðina og fást þar með tvöföld áhrif gegn öldrunareinkennum húðar þar sem ekki einungis er horft á afleiðingar heldur ráðist gegn orsökum.
Við þetta verður húðin þéttari og fær aftur stinnleika sem farinn var að minnka og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast og húðholur grynnast. Hringrásarferli örvast jafnframt og almennt ástand húðarinnar batnar.
Meta Therapy á þannig að hjálpa til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás.
Árþúsundum saman hefur fólk leitast við að varðveita æskuljómann og fegurðina. Á síðari áratugum hafa rannsóknir og þróunarstarf, sem miða að því að viðhalda æskuljóma húðarinnar, veitt okkur nýja sýn inn í þau fræði sem fjalla um varnir gegn öldrun.
Meðferðarúrræðum við öldrun húðar er skipt upp í þrjá flokka:
1. Almennar meðferðir á snyrtistofum
Í fyrsta lagi er hægt að fá meðferð án róttækra aðgerða en þá er yfirborð húðarinnar
meðhöndlað með kremum og möskum, kristalslípun, burstun eða efnafræðilegum aðferðum.2. Róttækari aðgerðir
Í öðru lagi er hægt að fá meðferð með róttækum aðgerðum en þá er húðinni veitt mjög virk
meðferð. Notaðar eru aðferðir og tæki sem veita aðgang að dýpri lögum húðarinnar, þ.e.
Dermatude’s Meta Therapy, Dermaroller, Meso Therapy og Micro Needling.3. Læknisfræðilegar lausnir
Í þriðja lagi er hægt að fá það sem flokkast undir að vera „medical“ meðferð. Þá veita sérfræðingar húðinni róttæka meðferð, t.d. með Botulin Toxin sprautum (botox), húðfyllingarefni (restylane) , lasermeðferð og svokallaðri augnlyftingu eða andlitslyftingu.
Rannsóknir hafa sýnt að læknisfræðilegar meðferðir hugnast ekki öllum sem vilja yngja sig upp í útliti. Hinsvegar er mikill áhugi á meiri árangri en þeim sem næst með meðferðum án róttækra aðgerða. Það er þar sem
Meta Therapy kemur inn í myndina og mætir þessum þörfum.
Hvað er um að velja í Dermatude Meta Therapy?
Þú getur valið á milli bætandi og yngjandi húðmeðferðar á andlitinu, hálsinum, bringunni og jafnvel handarbökum en einnig er hægt að beita mjög sérhæfðri Meta Therapy meðferð á hrukkur, fínar línur og ör.
Með þessum sérstöku aðferðum og nálum er húðvefurinn undir þessu svæði örvaður og bandvefurinn myndar fyllingu innanfrá. Eins og áður segir er hér um að ræða 100% náttúrulegt ferli en einnig má blanda saman þessum meðferðum svo sem bestum árangri sé náð.
Ég sjálf er að nálgast fertugt og húð mín mætti alveg fá meiri fyllingu og ljóma. Ég ætla að skoða Meta Therapy meðferðina betur og athuga hvort það sé ekki hægt að veita húðinni minni náttúrulegt „boost“, laga litamismun og vinna í djúpu gribbu hrukkunni (eða mini rassinum) sem myndast hefur á milli augnanna.
Ég er einnig með fínar línur í kringum augu og munn sem gaman væri að losna við.
Þar sem Meta Therapy á að vera öflug náttúruleg meðferð og sársaukalaus, finnst mér þetta sniðug lausn fyrir mig og ekki skemmir fyrir að hægt er að farða sig strax daginn eftir. Ekkert vesen.
Ég hef heyrt að best sé að taka átta skipta kúr til að ná sem bestum árangri og viðhalda síðan meðferðinni á sex vikna fresti – en auðvitað fer það eftir aldri og ástandi húðar hve mörg skipti eru ráðlögð.
Ég ætla að prófa 8 skipti og leyfa þér og öllum lesendum Pjattsins að fylgjast með – Við skulum svo athuga hvort við sjáum mun með fyrir og eftir myndum af mér 😉
To be continued…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.