Jarðaber eru ekki eingöngu góð í eftirrétti, salöt eða á milli mála heldur eru þau frábær fyrir húðina og hárið.
Þessi ljúffengu og safaríku ber sem eru full af C-vítamínum, andoxunarefnum og trefjum eru frábær, heilsusamleg og ódýr leið til að dekra við sjálfa sig.
Jarðaber eru meðal annars sögð hafa góð áhrif á bólur, lýsa upp dökka bletti í húðinni, gera húðina mýkri og unglegri, draga úr þrota í kringum augun, vinna gegn þurrk og næra hárið.
Hér getið þið fundið nokkrar af mínum uppáhalds uppskriftum sem innihalda jarðaber, endilega prófið þær næst þegar að þið ætlið að dekra aðeins við ykkur.
JARÐABERJAMASKI
– Fyrir þurra húð.
- 5 meðalstór jarðaber
- 1 msk rjómi
- 1 msk lífrænt hunang
Þetta er allt maukað saman, gott er að nota töfrasprota sé hann til. Borið á hreint andlitið, látið liggja í 20 mínútur og skolið svo af með volgu vatni.
JARÐABERJASKRÚBBUR
– Fyrir þurra fætur
- 8 meðastór jarðaber
- 2 msk ólífuolía
- 1 msk gróft sjávarsalt
Þetta er allt maukað saman, borið á fæturnar og þeir skrúbbaðir upp úr þessi í smá stund og síðan hreinsað með volgu vatni. Gott er að endurtaka þetta reglulega, sérstaklega yfir sumartíman.
JARÐABER
– Gegn þrota undir augum.
Þetta er eins einfalt og það gerist, skerið eitt jarðaber í sneiðar og leggjið þau undir augun, eftir 10 mínútur eru jarðaberin fjarlægð og andlitið er hreinsað með volgu vatni. Þetta minnkar þrotan og lýsir örlítið upp augnsvæðið.
JARÐABERJAMASKI
– Góður við bólum.
- 5 meðalstór jarðaber
- 1 msk sýrður rjómi
- 1 tsk sítrónusafi
Þetta er allt maukað saman og borið á andlitið, passið að maskinn fari líka á bólurnar. Hreinsað af með volgu vatni eftir að þetta hefur fengið að liggja á andlitinu í 10 mínútur.
JARÐABERJANÆRING
– Fyrir hárið
- 8 meðalstór jarðaber
- 1 msk mayonnaise
Þetta er allt maukað saman, borið í rakt hárið, látið liggja í 15 mínútur og svo er þetta skolað úr og hárið þvegið. Gott er að nota örlítið sjampó og næringu eftir á.
NJÓTIÐ OG SJÁIÐ ÁRANGURINN !!!
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.