Þú hefur örugglega litið í spegil og velt því fyrir þér af hverju þú færð bólur bara á ákveðna staði í andlitinu en aldrei á aðra.
Með því að kortleggja andlitið er kannski hægt að komast að því hvað er að trufla en fræðin eru byggð á fornri kínverskri aðferð í bland við nýjar rannsóknir sem benda til þess að samhengi sé á milli þess að fá bólur á vissa staði, og að glíma við heilsuvanda sem liggur annarsstaðar.
Svæði 1 og 3: Blaðran og meltingarkerfið.
Skoðaðu mataræðið þitt, borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti og drekktu meira vatn. Passaðu líka að fá nægan svefn og gættu þess að skola alltaf styling vörur og sjampó úr hárinu eða að halda hárinu frá andlitinu þegar þú sefur.
Svæði 2: Lifrin
Ef þetta svæði lítur ekki vel út skaltu gæta þess að drekka ekki áfengi, eða að minsta kosti gera það mjög sparlega. Farðu líka mjög rólega í eða slepptu alveg mjólkurvörum og skyndibita sem erfitt er fyrir lifrina að vinna úr. Ekki borða neitt á kvöldin því lifrin þarf að fá að starfa yfir nóttina.
Svæði 4 og 10: Nýrun
Drekkurðu örugglega nóg af vatni? Passaðu upp á það að hafa alltaf vatn við hendina og forðastu gosdrykki og áfengi. Skiptu oft um koddaver og hafðu símann þinn alltaf hreinann því hann er mikið upp við andlitið.
Svæði 5 og 9: Lungun
Fólk sem reykir eða er með ofnæmi fær oftast útbrot þarna.
Svæði 6 og 8: Nýrun
Ef þú ert dökk í kringum augun gæti það bent til þess að þig skorti vökva. Drekktu vatn!
Svæði 7: Hjartað
Kannaðu blóðþrýstinginn og vertu viss um að þú sért ekki að nota farða sem ertir húðina. Hreyfðu þig reglulega, farðu út í ferska loftið og gættu þess að borða ekki of saltan mat.
Svæði 12: Maginn
Þú gætir prófað að fara í safaföstu eða bæta við trefjum í mataræðið hjá þér.
Svæði 11 og 13: Hormónar
Margar taka eftir því að þær fá bólur í kringum egglos. Bólur sem koma af stressi eða hormónabreytingum geta minnkað ef þú drekkur fullt af vatni og borðar meira af grænu grænmeti, en ef útbrotin eru alvarleg skaltu tala við lækni. Mögulega stafar þetta af hormónaójafnvægi.
Svæði 14: Flensa eða álíka kvillar
Hvíldu þig. Líkaminn er líklegast að berjast við einhverja innrás til að forða sér frá veikindum. Hér er hvíld besta lausnin.
Athugaðu að þetta eru almennar leiðbeiningar. Þó þú fáir bólu á nefið þá þýðir það ekki að þú sért komin með hjartagalla. Ef þú ert með alvarlegt ‘acne’ eða bóluvandamál þá er best að drífa sig sem fyrst til húðlæknis og fá lausn greiningu og meðferð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.