Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á förðun, snyrtivörum og alls kyns punti sem því fylgir…
Síðan ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur 2008 hef ég mikið skoðað og prófað mig áfram með allskonar vörur sem tengjast förðun og öllu því sem fylgir því.
Ég hef oft rekið augun í ýmislegt sem heillar mig, keypt það og oftast verð ég yfir mig hrifin, stundum finn ég eitthvað á netinu og hef oft pantað það.
Úrvalið á Íslandi er alveg gott en fyrir mig sem hef endalausan áhuga á þessu þá er ekki allt sem ég nota eða langar til að eignast til hérna.
Ég ákvað að taka saman nokkrar af þeim snyrtivörum sem mér finnst skemmtilegar, góðar og eru jafnframt eitthvað sem ekki allir þekkja. Þið getið svo fundið þessar vörur á netinu og pantað ef þið hafið áhuga.
Þegar ég kem inn í snyrtivöruverslanir þá líður mér eins og litlu barni á nammibarnum á Laugardegi…
Vörurnar frá Lime Crime eru æðislegar og sérstaklega varalitirnir, þeir eru ekki bara litríkir heldur rosalega góðir líka..
Naglalökkin frá China Glaze eru æði, litrík og góð
Leikkonan Mischa Barton gerir meira en að leika, hún er með sitt eigið vörumerki þar sem hægt er að fá allt frá snyrtivörum í fatnað.
Ég rakst á búðina hennar við Liverpool street í London dagin sem hún opnaði og var svo heppin að hitta sjálfa leikkonuna og spjallaði örlítið við hana. Auðvitað fór ég ekki tómhent út, keypti mér bæði fljótandi kinnalit og gloss og nota ég það mjög mikið.
Allar vörurnar frá Urban Decay eru hreinlega magnaðar. Augnblýantarnir eru í miklu uppáhaldi.
Too faced eru skemmtilegar og góðar vörur og varaglossin eru æði.
Augnskuggapalleturnar fá Sleek eru frábærar.
Pensla settin frá Soniu Kashuk eru frábær, koma í allskonar litum og útfærslum. Nota penslana mína mjög mikið.
Og að lokum… Airbrush förðun er ekki einungis fyrir faglærða. Dinair vörurnar eru alveg hreint magnaðar, mæli sérstaklega með þeim fyrir fólk sem er með viðkvæma húð. Það er hægt að fá sett fyrir bæði byrjendur sem lengra komna.
Ég sjálf lærði Airbrush förðun í vetur hjá Bergþóru á Hairbrush og ég verð að fá að segja að þessi tækni er hreint út sagt snilld.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.