Það má með sanni segja að Dr. Murad hafi komið af stað byltingu þegar hann fór að þróa húðvörur sínar fyrir um áratug síðan.
Hann var fyrstur til að nota svokallaðar ávaxtasýrur í húðmeðferð og öll hans nálgun á húðfegrun og lausnum við húðvandamálum hefur komið af stað miklum breytingum í þessum geira.
Murad er er aðstoðarprófessor við húðlækningadeild UCLA skólans í Los Angeles og tímaritið Vouge segir hann besta húðlækni Bandaríkjanna. Vörur hans og meðferðir eru með því heitasta í Los Angeles í dag og víða er að finna snyrtistofur sem vinna með vörur hans en á sama tíma er hann einnig í samstarfi við sjúkrastofnanir þar sem unnið er út frá hans kenningum.
Dr. Murad gaf út bókina The Water Secret í fyrra en óhætt er að segja að hún hafi algjörlega slegið í gegn. Þar fræðir hann okkur um ástæðurnar að baki þess hvers vegna ákveðnar tegundir af matvælum hafa góð áhrif á húðina og af hverju við eigum að “borða” vatnið í stað þess að þamba endalaust mikið vatn.
Öll stóru tískuritin í Bandaríkjunum hampa bókinn og lofa í hástert en sjálf hef ég gluggað í hana -og prófað vörurnar.
Bókin byggir á prógrammi sem lofar þér að þú munir líta út fyrir að vera 10 árum yngri eftir 10 vikur, enda eiga allar húðfrumurnar að endurnýja sig á 10 vikum og með því að borða rétt ertu að gefa þeim réttu næringuna. Í bókinni er þannig að finna einfaldan leiðarvísi sem kennir þér að borða rétt svo að húðin verði falleg og heilbrigð.
Ég hef gert tilraunir með þetta mataræði, ásamt því að nota vörurnar, og get ekki annað sagt en að árangurinn sé greinilegur. Húðin virðist öll sléttari og þéttari, það hefur dregið úr fínum línum og þetta eftirsótta “glow” kemur fram. Ég mun fjalla ýtarlegar um C-vítamín línuna hans í annari færslu en hana hef ég nú notað samviskusamlega, kvölds og morgna, í um það bil þrjár vikur.
Enn sem komið er er ekki hægt að kaupa þessar vörur í almennum verslunum en þær er hægt að kaupa á völdum snyrtistofum víða um landið. Innflutningur á vörunum hófst fyrir nokkrum mánuðum og þær sem hafa einu sinni prófað Murad meðferð á snyrtistofu vilja ekki annað eftir það. Ég hef prófað slíka meðferð og segi satt að þegar ég stóð upp úr stólnum sá ég greinilegan mun á húðinni. Ætla að greina betur frá þessu síðar en fram að því geta áhugasamar lesið smá sem skrifað var um hann í Elle Magazine.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.