Ég hreinlega elska nývaknað hár…þegar þú lítur út fyrir að hafa hreinlega rúllað út úr rúminu, hent þér í fötin eftir gott knús og skellt þér út í bakarí til að kaupa vínarbrauð og ferskt brauð með morgunkaffinu.
Upp á síðkastið hafa hönnuðir sýnt “nývaknað” hár á tískupöllunum og þessar hárgreiðslur hafa einnig verið mjög vinsælar meðal stjarnanna.
Eitt það besta við nývaknað hár er fjölbreytileikinn en það er hægt að vinna og nota þessar greiðslur hversdags en líka fínt.
Það sem þú þarft er: Bursti, spennur, hársprey og teygja. Ef þú ert með rennislétt hár, þá þarftu að nota krullujárn til að búa til liði. Best er að gera greiðslur í hár, sem þvegið hefur verið deginum áður.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.