Að hafa ljósari enda en rót er fremur nýtt trend af nálinni og stutt síðan konur voru komnar í stólinn hjá hárgreiðslukonunni um leið og fór að sjást í rótina.
Margar Hollywoodstjörnur hafa nú tekið uppá þessu enda kemur það mjög vel út.
Þetta er ein af þessum tískubylgjum sem varð sennilega til fyrir slysni. Til dæmis sá ég Rumi Neely ofurtískubloggara með svona hár fyrir um það bil ári. Hún var að láta litinn vaxa úr því hún ætlaði að hafa sinn eigin háralit.
Mér fannst hárið á henni einmitt mjög flott svoleiðis og hafa sennilega margar stelpur tekið það upp eftir henni.
Svo er þetta þægilegt því þú þarft ekkert að spá í hvort þú sért komin með rót eða ekki. Ekki næstum jafn oft að minnsta kosti.
Mjög kúl trend sem ég hef verið að sjá meira og meira af að undanförnu:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.