Það er ekki verra þegar dívurnar eru farnar að segja að sólarvörn sé best geymda bjútí leyndarmálið.
Miðað við hve mikið við sækjumst í unglegri húð og æskulljóma þá er þetta klárlega ódýrasta og sniðugasta lausnin. Hér eru nokkrar vinkonur að deila fegurðarleyndarmálum sínum í tímariti Harper´s Bazaar.
- Kristen McNemamy segist halda húð sinni við með því svitna í eins og hálfs tíma Hot Yoga og bera svo á sig Jojoba og Sesame olíur á meðan húðin er ennþá rök.
- Cindy Crawford segir lykilinn að unglegri húð að vernda kollagen húðarinnar með því að nota ALLTAF vörn. Einnig notar hún vörur úr línu sinni, Meaningful beauty, sem hún hannaði í samstarfi við Jean-Louis Sebagh sem er franskur læknir.
- Amber Valetta talar líka um sólarvörnina sem sitt bjútí secret.
- Nadia Auermann segir fegurðin fylgjast í því að vera sem náttúrulegust. Undirstrikar aðeins einn hluta þegar hún farðar sig eins og augun eða varirnar.
- Shalom Harlow notar egg og jógúrt blöndu á andlit sitt til að halda raka og teygjanleika.
- Claudia Schiffer talar um fæði. Hún hætti að borða þunga fæðu eins og mjólkurvörur og sætindi því það hafi haft slæm áhrif á húð hennar, hún vill meina að húðin hafi orðið léttari og ferskari eftir að hún sleit sig lausa frá mjólkurvörum. Lítið annað en hægt að taka mark á miss “I am fortie going on twenty”. Hún segir ferskar gulrætur, eplasafa og vatn með sítrónu og engifer vera bjargvætt húðarinnar til þess að fá healthy glow.
- Helena Christensen fer reglulega í andlitsbað sem inniheldur grænt te.
- Tatjana Patitz segir lykilinn vera að eldast með virðingu og trúir ekki á lýtaaðgerðir en notar þó rafboðameðferð á húðina til að örva virkni vöðvanna.
Líta að sjálfsögðu flawless út þessar elskur en hver lítur ekki vel út í svart/hvítu?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.