Hárið mitt skiptir mig miklu máli þannig að ég vil nota bestu hárvörur sem völ er á.
Ég hef prófað margar vörur í gegnum tíðna og verið misánægð með þær. Til að hafa hárið fallegt þarf alltaf að nota einhverjar mótunarvörur. Nema þú sért svo heppin að geta sleppt þeim en ég tilheyri því miður ekki þeim hópi.
Hér eru nokkrar af mínum eftirlætis hárvörum:
Real Control Sjampó og næring frá REDKEN – er algjört dúndur fyrir mig. Þessi lína er fyrir úfið, skemmt og viðkvæmt hár. Inniheldur Shea butter sem róar niður úfið hár, verndar viðkvæmt hár og gerir við skemmt hár. Og góða lyktin gerir bara gott betra!
All soft Argan-6 frá Redken- er nýjasta snilldinn frá Redken! Ég er hreinlega búin að bíða eftir þessari vöru, þessi olía mýkir, nærir og gerir við þurra og úfna enda og gefur því flottan glans. Allt sem maður óskar sér er nú í einni vöru! Ég elska þessa olíu!
Tangle teezer- það er ekkert betra en að ná flóka úr hárinu án þess að finna fyrir því að maður er að bursta á sér hárið! Ó já, þessi bursti er frábær, sérstaklega hannaður fyrir svona hársárar píur eins og MIG! En ég þarft ekki kveljast meir eftir að ég fann þennan bursta…Tær snilld!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yRxgJeSFAxI[/youtube]Sléttujárnið mitt! Það er frá merkinu G.A.M.A og er c.a 2 sekúndur að verða sjóðandi heitt. Ég nota það til að slétta hárið mitt, krulla og beygla það… svo þegar ég slekk á því þá kólnar á því mjög fljótt sem er rosalega góður kostur.
Skraut – Ég nota oft spennur, teyjur, hárspangir og alskyns skraut í hárið til að prófa eitthvað nýtt þannig ég á nóg af því og það er þá líka inn í uppáhaldslistanum mínum!
Pála á salon VEH
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.