Það er fátt yndislegra en að leggjast í stólinn hjá góðum snyrtifræðingi, láta pakka sér inn í teppi, hlusta á notalega tónlist og fá svo dekurmeðferð fyrir andlitið.
Í raun finnst mér þetta orðið mikið betri valkostur en t.d. heilnudd, þar sem ég af einhverjum ástæðum slaka á í öllum líkamanum þegar ég fæ nudd í andlitið. Kannski vegna þess að það eru svo margir vöðvar í andlitinu? Plúsinn ofan á þetta allt er svo mikið fallegri og unglegri húð þegar maður stendur upp úr stólnum.
Dr. Murad
Fyrir skemmstu prófaði ég í nýja meðferð á Snyrtistofunni Garðatorgi. Meðferðin er kennd við Dr. Murad en sá er m.a. aðstoðarprófessor í húðlækningum við virtan háskóla í Kalifornínu. Upp úr 1980 kom hann af stað byltingarkenndri notkun á Aha ávaxtasýrum við húðmeðferðir en í dag er svo komið að hann er meðal virtustu húðsérfræðinga Bandaríkjanna og var m.a valin besti húðlæknir landsins af Bandaríska Vouge. Stofur hans er að finna bæði á sjúkrastofnunum og í flottustu hverfum bestu borganna og vinsældirnar fara vaxandi.
MEÐFERÐIN
Meðferðin sem ég fór í hjá Snyrtistofunni Garðatorgi er C-Vítamín meðferð Dr. Murad. Meðferðinni er ætlað að hreinsa upp dauðar húðfrumur, þétta húðina og auka á innri ljóma. Hún á jafnframt að jafna út litamismun í húðinni og auka rakastigið til muna.
Þessu er vissulega lofað í öllum meðferðum en ég get með sanni sagt að þessi meðferð hafi verið töfrum líkust. Ég dormaði í stólnum enda Erna snyrtifræðingur með dásamlega nærveru og heilandi fingur. Þegar ég svo stóð upp og leit í spegil blasti við mér önnur manneskja. Ég lýg því ekki þegar ég segi að hún hafi strokað af mér svona fimm til tíu ár. Húðin ljómaði öll svo fallega og var augljóslega þéttari og sléttari. Svitaholurnar höfðu dregist saman og af húðinni stafaði eftirsóknarverður ljómi. Ég var eins og ungmey, nýorðin ástfangin. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn augljósum árangri og virkni í efnum eins og eftir þessa meðferð. Það er skiljanlegt hversvegna Anna Wintour (ritstýra Vouge) getur skrifað undir að Dr. Murad sé besti húðlæknir Bandaríkjanna.
Eftir meðferðina notaði ég Dr. Murad vörurnar samviskusamlega og fékk í kjölfarið margar athugasemdir um hvað ég liti nú vel út. Ég hef notað serumið kvölds og morgna, augnkrem, dagkrem með 30 spf sólarvörn og nætukrem auk hreinsisápu og skrúbbs. Það geta allir keypt svona lítinn startpakka til að kynna sér vörurnar eftir meðferð en ég mæli sérstaklega með seruminu og dagkreminu.
Smelltu HÉR til að lesa meira um vörurnar en þær fást m.a. á Snyrtistofunni Garðatorgi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.