Kate Moss er allt í senn, falleg, svöl, elegant, rokkuð, klassí og örlítið á jaðrinum. Þannig er hún og hefur alltaf verið.
Í viðtali við Elle sagði Kate frá fegrunarleyndarmálum sínum og daglegri ‘bjútírútínu’ en þar kemur meðal annars fram að henni er sama frá hvaða framleiðanda meikið er, svo lengi sem það er ekki of þykkt.
VIÐTALIÐ
Hvað gerir þú á hverjum degi? Hver er þín daglega rútína?
“Ég þvæ mér bara og ber svo á mig Crème De La Mer rakakrem. Ég nota alltaf fljótandi meik. Flestar tegundir duga svo lengi sem sem mér finnst það ekki of þykkt. Mig langar að hylja en finnst ekki gott að vera ‘of’ meikuð. Svo nota ég sólarpúður, eyeliner og varalit. Ég bretti augnhárin alltaf með augnhárabrettara, líka þegar ég nota ekki maskara. Á kvöldin og þegar ég fer eitthvað út þá nota ég hinsvegar alltaf mikinn maskara.”
Hvað er það besta sem þú hefur lært af förðunarfræðingum?
“Að skyggja. Andlitið virðist svo mikið frísklegra þegar maður notar smá sólarpúður. Ég rétt dreifi því yfir kinnbeinin og ramma svo inn andlitið. Set aðeins undir höku og kjálkalínuna til að skerpa.”
Hverjar eru þín fegurðar ‘icon’?
“Elizabeth Taylor á ’50s og ’60’s árunum. Hún er mitt aðal ‘icon’ held ég. Og Anita Pallenberg, Marianne Faithfull og Jane Birkin. Allar þessar ensku rokkgellur sem náðu að vera glamúrus þó þær væru óttalegt ‘mess’.”
Hefurðu einhverntíma gert eitthvað við útlitið sem þú sást svo eftir?
“Mér fannst gaman að vera stutthærð en svo varð ég ólétt og þá var það ekki svo gaman lengur. Mér finnst ekki fara saman að vera stór og stutthærð. Það fer mér amk ekki. Ég myndi ekki gera þetta aftur.”
Hvaða tísku og fegrunarráðum áttu eftir að deila með dóttur þinni?
“Hún er bara níu ára en algjör “fashionista” svo ég þarf ekki að gefa henni mikið af ráðum. Hún á hrikalega mikið af fötum. Ég vildi að ég ætti bara helminginn af þessu! Ég á eftir að segja henni að mála sig ekki of mikið. Þú veist, það er svo leiðinlegt þegar maður sér ungar stelpur með fullkomna húð en of mikið meikaðar. Hún hefur reyndar ekki sýnt því mikinn áhuga en hún hefur gaman af naglalakki og handsnyrtingum.”
Hvaða ráð hefurðu gefið litlu systur þinni í sambandi við fyrirsætustörfin?
“Ég borðaði hádegismat með henni um daginn og þá sagði ég við hana að það sem mestu skipti væri að hafa það gaman og vera hún sjálf. Ef þér finnst ekki gaman skaltu fara, hætta.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.