EINFÖLD RÁÐ TIL AÐ LENGJA AUGNHÁRIN!
Mér þykja löng augnhár alveg hrikalega falleg en þau bæði stækka og fegra augun.
Sumir eru með löng augnhár og þurfa ekkert nema setja á sig smá maskara til að augun verði flott en aðrir eru með stutt augnhár og þá er hægt að gera ýmislegt til að lengja þau.
Augnhárin eru þau hár líkamans sem vaxa hægast svo að oftast þarf að bíða í nokkrar vikur áður en árangur sést.
REGLA NR 1: Hreinsaðu allan augnfarða af á hverju kvöldi!
Mikilvægt er að hreinsa allan farða af því að ef að augnfarði er látin sitja á augunum yfir nótt fá augnhárin ekki að anda nóg.
- Bleyttu augnháragreiðu með olívuolíu og greiddu augnhárin með þeim fyrir svefninn. Leyfðu olíunni að sitja á augnhárunum yfir nóttina og þvoðu þau svo að morgni.
- Bleyttu augnháragreiðuna einu sinni í viku með E-vítamín olíu og greiddu augnhárin.
- Þegar þú setur á þig maskara notaðu þá alltaf augnhárabrettara fyrst og farðu með hann eins nálægt brún augnhárana og þú getur.
Maskarar eru mjög mismunandi og mikið úrval er til af þeim sem eiga að lengja og þykkja augnhárin. Í þeim efnum er ekkert eitt sem gildir, þú verður að prófa þig áfram og sjá hvað hentar þér og þínum augnhárum.
Það er gott að venja sig á að þerra aðeins maskarann á bréfi áður en hann er settur á svo að hann klessist ekki. Svo finnst sumum gott að setja maskara á augnhárin, setja svo smá andlitspúður á bómul og bera á augnhárin. Setja svo annað lag af maskara þar yfir. Þetta á að þykkja augnhárin og lengja í leiðinni.
Svo er hægt að setja á sig gerviaugnhár ef mikið stendur til. Mundu bara að lesa leiðbeiningar með augnhárunum vel og þvo augun vel á eftir og fyrir þær sem vilja eru ýmsar snyrtistofur farnar að bjóða upp augnháralengingar. Þá eru ný augnhár límd á hvett augnhár og þar eiga þau að haldast í 4-6 vikur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.