Eitt af því sem getur gert gæfumuninn hvað varðar heilsusamlegt og heillandi útlit eru fallegar tennur.
Það sem mestu skiptir er að tennurnar séu heilar og fallegar á litinn því smá skekkja er algjört aukaatriði við hliðina á því að vera með dökkar eða mjög mislitar tennur.
Eftir margra ára te, kaffi og rauðvínsdrykkju, svo ekki sé minnst á kókdrykkju og reykingar, láta tennurnar okkar alltaf á sjá og fá á sig dökkan lit. Sem betur fer er þó auðvelt að laga þetta en nokkrir staðir í borginni hafa boðið upp á þessa þjónustu undanfarin ár.
Erlendis er mjög algengt að boðið sé upp á tannhvíttun á snyrtistofum enda meðferðin sem slík skilgreind sem fegrunar eða snyrtimeðferð en ekki tannviðgerð.
Snyrtistofan á Garðatorgi býður upp á mjög áhrifaríka meðferð til að fá hvítari tennur og nú langar okkur (í samstarfi við snyrtistofuna) að bjóða einni sem deilir þessari færslu á Facebook að koma og þiggja meðferð sér að kostnaðarlausu.
Hækkar hvíta lit tannanna um nokkur stig
Meðferðin er bæði einföld og þægileg en hún hefst á því að meðferðaraðilinn skoðar litinn á þínum tönnum og mælir út hvaða litastig er hægt að fá en yfirleitt er hægt að hækka hvíta lit tannanna um allmörg stig eða fjögur til sex og stundum meira. Þetta gerir virkilega mikið fyrir útlitið og margar konur byrja í raun að brosa í fyrsta sinn á myndum eftir að hafa fengið hvítari tennur.
8 Fróðleiksmolar um tannhvíttun.
Í grunninn er litur tanna okkar misjafn, sumir eru með hvítar tennur frá náttúrunnar hendi, en með tímanum er býsna algengt, jafnvel óumflýjanlegt, að þær dökkni og ástæðuna má rekja til munnhirðu, matar og drykkjar.
- Rauðvín, te og kaffi litar tennur og reykingar og matur sömuleiðis. Í þessum tilvikum getur tannhvíttunarmeðferð gert mjög mikið og útkoman kemur iðulega skemmtilega á óvart.
- Góð munnhirða felst í burstun tanna kvölds og morgna (oftar ef þörf þykir), notkunar tannþráðs og reglulegum heimsóknum til tannlæknis. Hún ein og sér getur þó ekki komið í veg fyrir að tennurnar taki lit með tíð og tíma.
- Lovelite meðferðin er gerð mjög víða erlendis á snyrtistofum og tannlýsingarefnið er viðurkennt sem snyrtiefni.
- Í meðferðinni er notað lýsingarefni sem borið er á tennurnar og LED-ljós notað til að flýta fyrir virkni efnisins.
- Eftirmeðferðin skiptir máli. Í þrjá sólarhringa frá meðferð ráðleggjum við þér að borða eins ljósa/hvíta fæðu og drykk og mögulegt er. Það er gert til að tennurnar nái að “jafna sig” og loka yfirborði sínu aftur.
- Þeir drykkir sem rétt er að forðast alveg eru kaffi, te, rauðvín og dökkir eða svartir drykkir. Reykingar lita tennur hvað mest og því ætti að sleppa reykingum alveg í þrjá sólarhringa eftir meðferð.
- Einhverjir kunna að finna fyrir viðkvæmni í tönnunum en þau einkenni hverfa innan við 24 klukkustunda.
Fullt verð er 32.500 en til 15. mars er meðferðin á sérstöku verði – aðeins 25.000 krónur.
Svo minnum við á að ef þú deilir þessari færslu á FB áttu möguleika á að komast ókeypis í meðferð!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.