Í vetur skiptir húðin langmestu máli í förðun, ef marka má frægustu merkin á tískusýningapöllunum.
Að mínu mati skiptir hún alltaf mestu máli. Allar húðtýpur geta litið vel út með réttu vörunum og réttri umhirðu, svo verður allt annað einfaldlega fallegra á vel snyrtri húð! Svokallaður highlighter heldur áfram að vera mjög vinsæll, en hann gefur okkur þetta fallega “glow” útlit sem að hefur verið mjög vinsælt. Svo er líka alltaf heitt að vera með lágmarks augn- og varaförðun en leyfa húðinni þeim mun betur að njóta sín í staðinn, eins og sjá má hjá t.d. Balmain, Versace og Valentino.
- Augnhárin verða áberandi, en í stað gerviaugnhára koma “spider leg lashes” sem að hafa verið áberandi í tískuheiminum. Maskarinn er settur á í mörgum lögum til þess að skapa lúkkið.
- Varirnar eru annaðhvort mjög ljósar eða alveg rauðar/vampy. Gucci, Ralph Lauren og Yves Saint Laurent sýndu góð dæmi um þetta, og takið einnig eftir augnhárunum!
- Augabrúnir verða sem náttúrulegastar og fá að njóta sín. Um að gera að setja plokkarann ofan í skúffu og og leyfa þeim að vaxa! Svo er líka flott að dekkja þær vel, eins og Oscar De La Renta og Alexander Wang gerðu á sínum sýningum.
Ég mæli með því að leggja einungis áherslu á 1-2 hluti í einu, t.d. augnhár og varir, augabrúnir og kinnar eða eitthvað slíkt eins og sjá má í myndunum. Þannig verður útlitið fágaðra og hreinna.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com