Okei, það finnst öllum ömurlegt að vakna extra myglaður á morgnanna eftir of lítinn svefn og þurfa að fara í skólann, vinnuna eða eitthvað annað…
...Hvað þá ef að maður er að fara eitthvað fínt út og hefur ekki almennilegan tíma til að gera sig til. Hér koma nokkur ráð sem hægt er að nýta þegar maður lítur út eins og tuska en langar helst að líta út eins og vel útsofin prinsessa!
Þurrsjampó: Mesta snilld í heimi þegar maður er á hraðferð og hefur ekki tíma til að þvo á sér hárið. Þá úðar maður þurrsjampóinu í rótina og hristir hárið til með fingrunum. Svo getur maður jafnvel rennt örsnöggt yfir hárið með sléttujárni og voila!
Skrúbbur og rakakrem: Snilld ef maður vaknar eins og gömul tuska. Góður skrúbbur kemur blóðinu á flæði og vekur húðina, svo er raki möst! Alveg ómögulegt að reyna að mála sig ef húðin er þurr og þreytt.
Ljós hyljari: Undir og kringum augun gefur bjart og unglegt yfirbragð.
Þunnar gúrskusneiðar eða tepokar af svörtu tei: Fyrir þrútin augu. Það er ótrúlega þægilegt að setja kaldar gúrkusneyðar á augun ef þau eru þreytt og þrútin. En það er líka hægt að bleyta í tepokum og setja einn á sitthvort augað og bíða í 10 mínútur, þannig dregur þú úr bólgum.
Kinnalitur: Smá bleikur kinnalitur á ´eplin´gerir gæfumun fyrir föla og þreytta húð. Þá lítur maður út fyrir að hafi verið í göngutúr, alveg mega fersk.
Hvítur eyeliner og augnhárabrettari: Möst fyrir rauð og þreytt augu. Þá setur maður hvítan eyeliner á táralínuna og brettir augnhárin upp, þannig opnarðu augun og þau verða bjartari og fallegri. Falsies maskarinn frá Maybelline er líka snilld en hann brettir upp augnhárin upp um leið og hann setur maskarann á þau!
Bless bless kæra mygla!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.