Mér finnst fátt skemmtilegra en að eignast nýjan varalit frá MAC.
MAC varalitirnir eru endingargóðir, næra varirnar vel og fást í nánast öllum litum.
Ég á oft erfitt með að hemja mig þegar kemur að varalitakaupum og sérstaklega þegar ég fer í MAC. Ég var í Danmörku nýlega og keypti mér tvo á flugvellinum, SNOB og MORANGE. Sé svolítið eftir að hafa ekki keypt fleiri þar sem þeir eru ööörlítið ódýrari þar en hér heima.
Hérna eru svo nokkrir af mínum uppáhalds MAC varalitum:
SNOB: Ljósbleikur litur með fjólubláum undirtón. Nota hann mjög mikið hversdags. Fer vel við ljósa húð.
CYBER: Þessi varalitur er ekki fyrir alla. Hann er mjög dökk-fjólublár og virðist nánast svartur. Mjög edgy og kúl. Ég persónulega elska hann. Ég fæ þó stundum skrýtið augnaráð þegar ég nota þennan. En mér er sama, hann er ÆÐI!
VIVA GLAM LADY GAGA: Einn af mínum all-time uppáhalds varalitum. Ljósbleikur, stelpulegur varalitur sem sem ég nota mjöööög mikið. Er á mínum fjórða núna og hann hefur ekki verið mjög lengi í sölu sem segir mikið um of-notkun mína á honum! Mjög klassískur fullkominn bleikur varalitur.
MORANGE: Appelsínugulur og frískandi. Þessi litur verður mjög mikið inn í sumar. Ég er að fíla þennan lit í botn, þó er ég enn að venjast honum.
UP THE AMP: Fjólublár, flottur, spes. Þetta er einmitt varaliturinn sem ég var með í Nýtt Líf myndatökunni. Reyndar týndi ég mínum en mun kaupa nýjan mjög fljótlega! Nota þennan mikið á djamminu t.d.
MAC varalitir kosta 3.990 kr. sem er í dýrari kantinum en eru algjörlega þess virði fyrir varalitanörd eins og mig!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.