Það er víst óhætt að segja að húðdroparnir frá Sif Cosmetics hafi farið eins og eldur um sinu síðan þeir voru settir á markað í fyrra.
Nú er búið að markaðssetja þá í Bretlandi en þar kostar lítið glas með álíka innihaldi og í einni teskeið um 22 þúsund krónur. Það gerir EGF dropana dýrari en demanta.
Í breska blaðinu Daily Mail eru dropunum gerð góð skil en þar er því m.a. haldið fram að um 2000 flöskur seljist þar á dag – og að 60% kaupi þá aftur. Aðeins tveir dropar á dag eiga að duga á andlitið.
Í sömu grein er talað um að ein af hverjum fimm konum á Íslandi noti dropana.
UMA THURMAN HRIFIN AF HÚÐDROPUNUM
Serumið hefur einnig öðlast hylli hjá fræga fólkinu en Uma Thurman er sögð nota dropana og gefa þeim hæstu einkun.
Það sem færri vita er að serumið frá EGF inniheldur einnig Penzim sem er ein eftirlætis snyrtivara okkar Pjattrófa og mikið undrameðal. Það var Dr. Jón Bragi Bjarnason heitin sem þróaði Penzímið árum saman en Bragi lést fyrir aldur fram í janúar á þessu ári.
Penzim hefur hlotið verðlaun erlendis sem eðalhráefni í snyrtivörum en þar er það markaðssett undir nafninu Dr. Bragi.
Það má því reikna með að í Húðdropunum frá Sif Cosmetics sé að finna meira magn af virku íslensku hugviti en í nokkurri annari snyrtivöru 😉
Lestu hér og hér það sem við Pjattrófur höfum skrifað um Penzim á liðnum árum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.