Á gömlum breskum og bandarískum auglýsingum má glögglega sjá hvernig ‘útlitsdýrkunin’ svokallaða hefur alltaf verið til staðar…
…og alltaf (og allstaðar) eru ríkjandi viðhorf um hvað telst fallegt og eftirsóknarvert og hvað ekki.
Hér áður fyrr þótti alls ekki eftirsóknarvert að vera ‘mjó’ eða grannvaxin á vesturlöndum. Þá lagði fólk sitthvað á sig til að bæta á sig nokkrum kílóum, bæði konur og menn. Í þá daga var það ekki megrunaráróðurinn sem dundi yfir mannskapinn, enda engin ástæða til, heldur var konum bent á hvernig hægt væri að fitna og mjóum körlum var engin miskun sýnd.
Þessar auglýsingar koma okkur auðvitað spánskt fyrir sjónir í dag en á árabilnu 1930-1960 lifði fólk á allt öðruvísi mat en við gerum í dag. Það var minna um daglega áfengisneyslu og allskonar viðbætur, sælgæti og gos voru í boði á tyllidögum og húsmæðurnar gengu fram og til baka úr kjörbúðinni með pokana fulla. Semsagt – þær hreyfðu sig meira (og börn og karlmenn líka).
Í dag er þetta allt gerbreytt…
Vissulega voru konur þó ekki að sækjast eftir því að verða alltof þykkar hér áður. Hinsvegar þóttu breiðar mjaðmir og bústinn barmur að hætti Monroe og stelpnanna í Mad Men eftirsóknarverður vöxtur. Heilbrigðar konur með ávalar línur… í raun eins og flestum konum er náttúrulega áskapað að vera.
En hér eru auglýsingarnar… gaman að þessu…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.