Ef ég mætti bara velja mér 5 snyrtivörur til að eiga af öllum þeim sem ég hef prufað þá eru það þessar:
1.
EGF húðdroparnir frá Sif Cosmetics. Þeir eru einfaldlega kraftaverkadropar, ég hef aldrei séð jafn skýran og afdráttarlausan mun á húð minni eins og eftir nokkura vikna notkun á húðdropunum. Og það eru flestir sem þá prófa sammála mér eins og t.d. Uma Thurman
2.
Aveda Inner light litað dagkrem. Hef notað þetta í mörg ár. Þetta er litað dagkrem sem jafnar út húðlitinn og gefur góðan raka og ekki skemmir fyrir að það er með SPF 15 sem verndar húðina gegn geislum sólarinnar og utanaðkomandi áreiti.
3.
Clinique All about eyes hyljari. Hef prufað þá marga en finnst þessi hylja langbest og endast lengst, hef keypt hann aftur og aftur síðustu 17 ár!
4.
Helena Rubinstein Lash Queen Feline Black maskari. Lengir og þykkir augnhárin brjálæðislega vel, kattarkonulúkkið alla leið, Mjá!
5.
Chanel Rouge Allure Excessive #67 varalitur. Ég elska rauðan varalit, en umfram allt elska ég þennan rauða varalit, fullkominn litur, falleg áferð, ekkert bragð og endist lengi. Hann setur punktinn yfir i-ið.
Þrátt fyrir að vera algjör snyrtivöru-fíkill þá væri ég bara mjög vel sett með þessa fimmu í veskinu.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.