1.
Make Up Store Reflex Cover – Light: Þessi hyljari bjargar lífi mínu á hverjum degi! Ég nota hann sem baugahyljara dagsdaglega og svo nota ég hann til að “high-lighta” andlitið og ber hann á ljósu svæðin sem sjást á myndinni.
2.
One-Step Gentle Exfoliating Cleanser with Orange Extract: Ég get verið með mjög slæma húð en það breyttist sem betur fer eftir að ég uppgötvaði þennan kornahreinsi. Ég nota hann í hvert skipti sem ég fer í sturtu og líður dásamlega í húðinni á eftir.
3.
Victoria’s Secret Beauty Rush Minty Lip Shine: Æðislegt gloss, glært og með myntubragði þannig maður er alltaf með ferskan andadrátt með myntubragði og lykt. Einstaklega góður ef maður er í vinnu þar sem er ekki viðeigandi að vera með tyggjó til dæmis.
4.
Marc Jacobs Daisy Eau de Parfum Spray: Æðisleg lykt sem ég uppgötvaði í sumar og fæ aldrei nóg af.
5.
Yves Saint Laurent Easy French Kit: Þar sem neglurnar á mér brotna eins og þeim sé borgað fyrir það þegar það er ekki naglalakk á þeim þá verð ég að vera alltaf með naglalakk. En þar sem ég nenni ekki að vera alltaf með liti og ég get ekki verið með glært af því mér finnst endarnir á nöglunum mínum svo ljótir þá var algjör snilld að uppgötva þetta. Ég hafði alltaf gert french á mig með venjulegum naglalakksbursta en það var alveg að gera mig brjálaða, þetta gerir líf mitt svo miklu auðveldara! Þetta eru ótrúlega sniðugir naglalakkspennar. Hvíti penninn er með filtoddi þannig auðvelt er að gera hvítar línur á endana á nöglunum. Þessi bleiki er með glæru, ljósbleiku naglalakki og bursta á endanum svo auðvelt er að bera naglalakkið á.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.