Tíminn breytir útliti fólks. Sumir leyfa því bara að gerast meðan aðrir reyna að hafa áhrif á útlit sitt með allskonar ráðum. Hver og einn verður að dæma hvort er fallegra, eða hvort sé hægt að finna einhvern milliveg.
Persónulega finnst mér nú bara fallegast að eldast og leyfa náttúrunni að ráða för.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.