Þessi fallega kona setti allt á hliðina á Instagram þegar hún póstaði þessari mynd af sér, þremur dögum eftir að hafa fætt barn!
Já, aðeins þremur dögum eftir barnsburð skellti skvís þessari sjálfsmynd af sér á netið og skrifaði: “Mér finnst ég svo tóm” og átti þar við að henni þætti hún tóm eftir að barnið kom í heiminn.
Myndin vakti upp ægilega reiði hjá kvenkyns fylgjendum hennar á Instagram en varla er hægt að rekja pirringinn til annars en öfundar? Eða hvað? Konan er jú eitthvað yfirnáttúruleg. Það er ENGINN svona (nema kannski hún og nokkrar geimverur) þremur dögum eftir að hafa fætt barn. Ég endurtek, þremur dögum. Engu að síður er hún líka með 23.000+ like á myndina.
Reyndar er þessi dama sérstök hvað starfsheiti sitt varðar en hin norska Berg Eriksen hefur í raun ekkert annað að gera í lífinu en að punta sig og líta vel út og þetta bloggar hún um á blogginu sínu Fotballfrue.no. Hún er gift fótboltamanni og það eru hennar ær og kýr að líta vel út en öllu virðist mega ofgera?
Á blogginu leggur hún sig fram um að ‘pósa’ rækilega á öllum myndum, líka hjá ljósmóðurinni, – og svo mikið er lagt upp úr þessu að maður verður hálf hissa. Ætli það sé kannski allur þessi hégómi sem stuðar lesendur fremur en þetta fagra form stelpunnar… eða hvað?
Er bara svona hrikalega pirrandi að sjá dömu takast eitthvað á innan við 4 dögum sem margar eru í fjögur ár að hamast við, já eða lengur? Kannski er bara mikið auðveldara að pirrast en sýna aðdáun? Ég veit það ekki.
Önnur dama, einkaþjálfarinn Maria Kang (32), vakti nýlega upp gríðarlegan pirring kvenna á netinu þegar hún birti mynd af sjálfri sér fáklæddri með þremur ungum sonum sem hún fæddi hvern á eftir öðrum og þar skrifar hún “What’s your excuse” eða hvaða afsökun hefur þú?
Auðvitað varð allt brjálað enda ekki allar konur sem vinna við að halda líkamanum á sér í formi og æfa 4 tíma á dag, – og sannarlega ekki allar sem geta það þó vissulega séu afsakanir okkar líka oft lengri en jóla og áramótakveðjurnar á RÚV.
Berg Eriksen er aðeins öðruvísi þó enda hennar mynd ekki ásökun á neinn. Henni hafði víst verið sagt að hún myndi aldrei fá fyrrum líkama aftur en þarna stendur hún á brókinni, 3 dögum eftir barnsburð og er heitari en Victorias Secret fyrirsæta. Semsagt, – það sem henni hafði verið sagt stóðst alls ekki og hún er ánægð með það.
Og svo er það yfirleitt þetta með að birta myndir af líkamanum á sér á netinu.
Nýtt dæmi um þetta er að fara átak með því að birta ‘Fyrir’ mynd af líkamanum á Facebook. Fyrirbærið heitir Frank Personal Training og það er alveg heil FB síða undir þetta með fullt af fyrir og eftir ‘selfies’ myndum en tilgangurinn á að vera að hvetja þig áfram í ræktinni meðan aðrir fylgjast með árangrinum á Facebook.
En hvað finnst þér um þetta? Er norska frænka okkar að móðga aðrar mæður með myndbirtingunni eða er í lagi að monta sig svona og reyna þannig að hvetja aðra áfram?
Eða erum við kannski bara komin út í eitthvað stórbrotið rugl með þessum sjálfsmyndum á netinu? Hvað finnst þér? Förum yfir þetta á Facebook síðu Pjattsins.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.