“Það eru ekki til ljótar konur, bara latar,” sagði frumkvöðullinn og ofurpjattrófan Helena Rubinstein eitt sinn.
Með þessu vildi hún segja að við erum auðvitað allar sætar, en það er alltaf hægt að punta sig og gera sig sætari. Maður getur víst alltaf á sig blómum bætt.
Ef þú skyldir svo efast, þá blasir sönnunin hérna við en á þessum myndum má sjá fyrir og eftir myndir rússneska förðunarmeistarans Vadim Andreev en þær gerði hann til að sýna fram á hvað mikið er hægt að gera fyrir útlitið – aðeins með því að nota förðunarvörur.
Sumar þeirra eru ekkert ‘fótósjoppaðar’ bara munurinn á góðri lýsingu og förðun og svo engri förðun.
Það er óneitanlega hægt að töfra fram frísklegt útlit á örskammri stundu með einföldum förðunarbrögðum og munurinn sést hér ansi vel á þessum rússnesku dömum. Þannig að ef þig langar að líta svolítið betur út þá er bara að hafa örlítið fyrir því, beita brögðum og munda penslana!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.