Góð sólgleraugu er algjört “möst” á sumrin þar sem þau verja augun fyrir sólinni, eru flottur fylgihlutur og síðast en ekki síst, cool.
Það er staðreynd að mismunandi sólgleraugu fara okkur misvel og það er skemmtilegra að “klæðast” sólgleraugum sem fara okkur vel. Ég rakst á skemmtilega grein á dögunum þar sem verið var að ræða hvernig mismunandi stílar af sólgleraugum henta mismunandi andlitsföllum.
Hvernig er andlitið þitt í laginu? Prófaðu að máta gleraugu eftir þessum leiðbeiningum og vittu til!
Langt andlit
Hringlaga andlit
Hjartalaga andlit
Kassalaga andlit
Sporöskjulaga andlit
En auðvitað megum við líka vera bara með þau sólgleraugu sem okkur þykja flottust, sama hvernig andlitsfall við erum með, -þetta eru samt sem áður skemmtilegar pælingar og geta eflasut hjálpað einhverjum fyrir framan spegilinn í gleraugnabúðinni.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com