Löng, þykk og falleg augnhár vilja margar konur hafa. Hvort sem þú kallar þau fram með maskara, gerviaugnhárum, náttúrulega eða með augnháralengingu geta þau gert hvaða konu sem er ennþá glæsilegri!
Leiðin sem ég notast sjálf við og hefur þótt þægilegust er eftirfarandi:
- Mér finnst gott að bretta augnhárin og setja maskara á þau áður en gerviaugnhár eru sett á. Þetta verður til þess að enginn maskari fer á sjálf gerviaugnhárin sem lætur þau endast mun oftar!
- Berðu augnhárin við þín eigin áður en þú setur límið á þau. Ef þau passa ekki þarf að klippa þau til, en passið að klippa af ytri endunum í staðin fyrir innri.
- Rúllaðu augnhárunum til (með því að halda um þau sitthvoru megin) til að gera þau sveigjanlegri. Þetta gerir það að verkum að þau lyftast ekki upp á endunum þegar þau eru límd á.
- Settu örlítið af lími á handabakið eða í bréf og dreifðu því jafnt á röndina á augnhárunum. Ég mæli með því að keypt sé sérstakt lím eins og Duo Eyelash Adhesive eða önnur lím í snyrtivöruverslunum. Leyfðu líminu að þorna í ca 30 sekúndur áður en þú setur augnhárin á!
- Taktu augnhárin varlega upp á endanum með plokkara eða þar til gerðu verkfæri og komdu þeim fyrir við þína náttúrulegu augnháralínu. Þrýstu þeim varlega niður svo þau falli við þín eigin.
- Svo lagarðu og klemmir saman þín og gerviaugnhárin með maskaragreiðu. Ég set augnlínupenna með þeim til að fá sem flottast útlit.
Æfingin skapar meistarann og eftir örfá skipti ættirðu að vera farin að geta þetta auðveldlega án nokkurrar fyrirhafnar!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com