…Og þú líklegast líka?
Flestir átta sig fullvel á því að áfengi, reykingar og sælgætisát hefur ekki góð áhrif á heilsuna en færri hugsa út í hvað þetta gerir fyrir útlitið.
…svona ef horft er framhjá því að við fitum af nammi.
Breski heilsublaðamaðurinn Anna Magee fékk sérfræðing á sviði öldrunar til að útbúa raunhæfa photoshop mynd af því hvernig hún liti út eftir tíu ár ef hún myndi halda áfram að drekka að minnsta kosti tvö glös af víni á dag (sem er talsvert yfir því sem ráðlagt er.)
Árangurinn má sjá á myndinni hér fyrir ofan en Anna Magee er nú 42 ára. Svona liti hún semsagt út 52 ára ef hún heldur áfram uppteknum hætti að fá sér nokkur glös eftir vinnu.
Blaðakonan skrifaði heillanga grein í Daily Mail þar sem m.a. má sjá mynd af því hvernig hún myndi líta út ef hún héldi áfram að reykja pakka á dag og það sama má segja um sælgætisátið.
Það hefur ekki bara slæm áhrif á vigtina heldur kemur þetta niður á húðinni og hormónastarfseminni svo fátt eitt sé nefnt.
Að síðustu eru það reykingarnar en flestir ættu að vita hvaða áhrif þær hafa á blóðrásina, súrefnisflæðið og svo framvegis. Hér á myndunum að neðan má sjá muninn á blaðakonunni ef hún myndi reykja og ef hún myndi ekki gera það.
Munurinn er sannarlega svolítið ógnvekjandi! Spurning um að hafa þetta meira spari?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.