Við viljum öll líta vel út á myndum og oftast kunnum við mikið betur við myndir af okkur þar sem við erum agalega sætar.
Jafnvel þó þær gefi ekki raunhæfa mynd af því hvernig við lítum út svona í eigin persónu. En það er samt ekkert að því – allir vilja vera sætir. Svo einfalt er það nú… og á þessum tímum sem við lifum nú er líklegast orðið mun mikilvægara en áður að eiga af sér góða mynd, þetta er jú hreinlega út um allt og margir að skoða.
Hún Trish hérna er bráðskemmtileg og með trikkin alveg á hreinu þegar það kemur að því hvernig þú átt að líta út fyrir að vera grönn á myndum og sæt.
Til dæmis bendir hún okkur á að skjóta fram hökunni, sýna prófíl, taka myndina ofan frá og niður og láta annan fótlegginn ofan á hinn en halla fram bringunni á sama tíma. Allt til að virka grennri.
Endilega kíktu á þetta skemmtilega myndband og svo er bara að æfa sig á fullu fyrir framan spegilinn 😉
__________________________________________________
[youtube]http://youtu.be/GCF4TjmOKSA[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.