Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð og nú er ég farin að bíða ólm eftir sætu gulu vinkonu okkar á himnum til að verma okkur um vanga og hjartarætur.
En þó sólin sé ekki komin þá er vel hægt að láta sem svo sé, brúnka sig soldið, taka fram sumarfatnaðinn og umvefja sig litum og blómamynstri nýjustu sumartískunnar.
Þetta geri ég til að fríska upp á útlitið:
- BAÐ Ég byrja á góðri sturtu með maska og skrúbb á andlit og líkama, (ég nota Blue lagoon kísilmaska og skrúbb) . Sjampó og hárnæring sem ég mæli með fyrir sólar-upplitað lúkk er John Frieda “Go blonder” eða Trevor Sorbie “Ice cool platinum”
- HÚÐ Eftir að ég þurrka mér ber ég á mig rakakrem og líkamsolíu (Blue lagoon í mínu tilviki) og læt hana smjúga inn í húðina. Þegar olían er horfin af yfirborði húðarinnar ber ég á mig brúnkukremið góða (ég nota lífræna Lavera Sun Sensitive) á andlit og líkama.
- HÁR Ég huga svo að hárinu á meðan brúnkukremið er að “þorna” (vil ekki klæða mig strax og fá rákir eða bletti) þá spreyja ég hárlýsingarspreyjinu “Go blonder” í hárið þar sem ég vil að það lýsist og þurrka það með hárblásara því spreyjið virkar best með hita. Ef ég vill hafa hárið náttúrulega liðað þá blæs ég bara hárið þar sem spreyjið er en ber serum eða krulluvökva í rakt hárið og sný svo upp á hárlokkana og festi saman í hnúð eða fléttu á meðan ég klæði mig og farða.
- FÖRÐUN Næst er að farða sig, í sumarförðun er best að nota litað dagkrem með sólarvörn (minnst 15 SPF, helst 35 SPF) (ég nota Kanebo Sensai eða Aveda Inner light en hef heyrt að Estee Lauder daywear plus sé mjög gott líka) þvínæst nota ég hyljara, sólarpúður, léttan augnskugga í brúnum- eða gylltum tón, brúnan maskara, augnabrúnablýant+bursta, highliter og ferskjulitan varalit eða gloss.( Lancome , Corail in love varalitur í uppáhaldi núna)
Hér að neðan má sjá frábært myndband sem kennir okkur að ná hinu fullkomna “sólarkyssta” útliti:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=scMOGEtIkuY&feature=share[/youtube]
Þrátt fyrir þessu góðu ráð hér að ofan má ekki gleyma því að hreyfing, vatn, rétt matarræði og vítamín hefur mest að segja um útlitið og sjálf er ég byrjuð í Bikiníáskorun hjá Hreyfingu ásamt því að muna taka lýsistvennuna mína, drekka vatn og borða hollt.
Gleðilegt sumar 🙂
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.