Litlu leyndarmálin sem förðurnarfræðingurinn veit og notar. Einfaldir hlutir sem þú getur tileinkað þér.
1. Maskara TIPS:
Vissir þú að þú getur komið í veg fyrir að maskarinn þinn þorni hratt upp?
Sama hvaða maskara þú notar þá finnst þér eflaust leitt þegar þér finnst hann byrja þorna upp. Stundum hjálpum við til með því að strokka maskarann en það má alls ekki gera því með því erum við að þjappa lofti í formúluna sem þurrkar hana hraðar upp.
Ég mæli því með því, til að setja meira á maskaragreiðuna, að þú skúfir maskarann inn eins og þegar þú ert að loka honum. Með því fer síður mikið loft í formúluna sem þurrkar hann hraðar upp. Maskari endist yfirleitt í 3-4 mánuði en eftir þann tíma er hann farinn að þorna smá upp og missir eiginleika að einhverju leiti.
2. Varalita TIPS:
Svona lætur þú varalitinn endast betur og blæða síður.
Með því að nota varalitablýant til að ramma inn varirnar ertu að koma í veg fyrir að varaliturinn þinn blæði síður, þ.e. að hann lekur síður í fínu línurnar í kringum varirnar. Einnig getur verið sniðugt trix að setja farða yfir varirnar áður hann er borinn á. Þá poppar liturinn enn betur fram.
3. Eyeliner TIPS:
Klúðraðist eyelinerinn ??
Að setja eyeliner á fullkomnlega er æfing sem oft þarf að mastera. Hvort sem þú ert að nota pensil eða eyelinerpenna þá geta óhöppin gerst og því leiðinlegt að þurfa þurrka allt af. Gott trix er að setja kókosolíu í litlu magni á eyrnapinna og draga hann eftir línunni til þess að leiðrétta það sem fór úrskeiðis.
4. Meik TIPS
Svona getur þú breytt þekjandi farða í léttann.
Við eigum oft bara eitt meik sem við notum við flest öll tækifæri. Ef farðinn er þéttur og þekjandi og þig langar til að létta hann aðeins og fá náttúrulegri áferð jafnvel í sumar, þá er til trix. Með því að blanda farðann með rakakremi eða jafnvel Strobe kremi frá MAC (létt rakakrem með miklum ljóma) þá ertu búinn að umbreyta farðanum þínum í léttan, náttúrulegri og sumarlegri farða.
5. Augnskugga TIPS:
– Helst augnförðunin illa og lekur til?
Einfalt ráð er við því, það er því miður ekki heimagert. Til eru vörur sem heita primer/base/paint pot sem eru til þess hannaðar að auðveldara sé fyrir augnsvæðið að halda förðuninni. Ég er ein þeirra sem glími alltaf við þetta vandamál og nota því ávalt augnskugga primer svo augnförðunin haldist. Annars get ég gleymt því að hún sé enn á sínum stað tveimur tímum seinna. Þetta var algjör “game changer” fyrir mér.
TIPS: Að lokum… lykillinn að fallegri förðun er alltaf að nota góða bursta!!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.