Átt þú fullt af naglalökkum upp í skáp og langar að nota þau á skemmtilegan hátt. Internetið er fullt af trixum og ráðleggingum og rakst ég á þessar á einum netrúnti sem ég tók.
1. Náðu í naglalökkin þín, skæri og límband.
2. Málaðu límbandið með uppáhaldslitunum þínum.
3. Þegar límbandið er þornað klipptu það út í renndur, þríhyrninga eða það form sem þig langar
4. Raðaðu bútunum á neglurnar og settu glært naglalakk yfir.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.