Ég hef oft fengið spurningar um hvernig maður skiptir yfir um förðun án þess að þurfa að þrífa allt af sér inn á milli. Málið er sem betur fer ofur-einfalt og flestir ættu að geta gert það.
Ég málaði Jenný Huld, módel hjá Elite með nýjum vörum frá Lancôme og Yves Saint Laurent.
Vörurnar sem ég notaði í fyrsta lúkkið voru:
- Baby Glam augnskuggapalletta, Lancôme.
- Maison kinnalitur, Lancôme
- Artliner blautur eyeliner, Lancôme
- Hypnôse Drama maskari, Lancôme
- Golden Gloss: Pink, Yves Saint Laurent
- Á húðina notaði ég Liquid Cream farða, Cover All Mix hyljara og Reflex Cover frá Make Up Store, og Blot Powder og Matte Bronze Powder frá MAC.
FÖRÐUN FYRIR FJÖLSKYLDUBOÐIÐ
FÖRÐUN FYRIR DJAMMIÐ
Þegar bætt er á sig fyrir annað tilefni þá er alveg óþarfi að vera að þrífa allan farða framan úr sér. Ef eitthvað þarf að bæta á húðina er nóg að nota smá hyljara og púður, skyggja kinnbeinin aukalega og nota jafnvel smá meiri kinnalit eða “highlight”. Ég gerði þetta allt þegar ég breytti um lúkk á Jenný.
Í seinna útlitið bætti ég við Midnight Garden pallettunni og Golden Gloss Lavender frá Yves Saint Laurent, Brun Roche kinnalit frá Lancôme, Bare varalit frá Make Up Store, gerviaugnhárum og plómulituðu, fínu glimmeri.
Ég skerpti í rauninni bara á augnskugganum með dekkri lit (ath. hafa hann í svipuðum tón og fyrri augnskugga) og setti glimmer yfir. Í þetta skipti valdi ég fjólubláan og plómulitaðan. Ég fór aftur yfir með artliner pennanum, Hypnose maskaranum og setti gerviaugnhár við augnháralínuna.Ég endaði svo á því að setja fallegan blýant, nude varalit og Golden Gloss í Lavender litnum yfir varirnar og fínpússa húðina.
Voila!
Það kostar ekki mikla fyrirhöfn að breyta um förðun þegar farið er á djammið eða í áramótapartýið. Ég hvet þig til að prófa sjálf og sjá árangurinn!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com