Um daginn prófaði ég shatter naglalakkið frá OPI í fyrsta sinn en ég hafði vitað af því lengi og langað til að prófa.
Ég hef rosalega gaman af allskonar naglalökkum og skreytingum og OPI Shatter er algjör snilld. Þú berð það yfir hvaða naglalakk sem er og við það myndast einskonar rákir eða sprungur og útkoman er meiriháttar flott mynstur á nöglinni.
OPI eru alltaf fyrst til að koma með nýjungar í naglalökkum og spennandi að fylgjast með því sem kemur frá OPI. Þau voru meðal annars þau fyrstu til að fá aðrar konur en pönkara til að vera með dökk eða svart naglalakk og litaúrvalið er endalaust frá OPI.
Fljótlega er von á nýju svona Shatter dæmi frá OPI en það virkar þannig að þegar þú setur það á þá springur það í einskonar demanta. Hlakka til að prófa það!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Mx_rzHzMXUE[/youtube]OPI lökkin kosta vanalega innan við 2000 kr og þú færð fullt því glasið er frekar stórt.
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.