Nýjasta nýtt frá nail inc eru magnetic polish naglalökkin.
Þau virka þannig að tappinn er tvískiptur: þú notar efripartinn sem er segull til þessa að gera munstur í lakkið og neðri parturinn á lakkinu er bursti. Þú semsagt lakkar eina nögl í einu með magnetic polish og um leið s.s. áður en þú lætur þær þorna setur þú segulinn rétt fyrir ofan naglabandið og þá kemur svona eins og öldugangur í lakkið.
Ég elska naglalökk og allskonar svona dúll og mér finnst þetta ótrúlega töff.
Liturinn sem ég valdi mér er svona silfur-dökkgrár og heitir Trafalgar square 401. Og í lokin, til þess að kóróna þetta, setti ég eina umferð af Nail inc Kensington caviar top coat á neglurnar til þess að fá aðeins meiri glans og til þess að koma í veg fyrir að lakkið fari að flagna af eða eyðast.
MEGANÆS…
Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.