Eitt af því besta við að eldast á 21. öldinni er að það heppnast oft svo ansi vel.
Svo vel að sumir kalla fertugsaldurinn nýja tvítugsaldurinn og meina þannig að á fertugsaldrinum séum við í blóma lífsins. Fyrir mína parta finnst mér ég skána með hverjum deginum sem ég lít í spegil og þó bætast árin sífellt við. Ég veit eiginlega ekki hvað veldur þessari afturvirku þróun en mér finnst ég sjá þetta á mörgum í kringum mig. Finnst konur oft bara verða sætari með aldrinum.
Sarah Jessica Parker er að mínu mati í þessum hópi kvenna sem verða eiginlega bara flottari eftir því sem þær eldast. Late Bloomer kallast það á ensku, einskonar haustblóm.
Á þessu myndasafni má sjá dömuna blómstra. 2009 tók hún stórt skref og lét fjarlægja vörtuna sem hún var með á hökunni. Skref í rétta átt if jú ask mí.
Kíktu á nokkrar myndir og sjáðu hvernig Sarah þróast. Hún varð 51 á árinu.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.