Börn geta oft verið bráðfyndin, og þá sérstaklega hvernig þau sjá heiminn í svörtu og hvítu.
Ein skondin minning sem ég á úr barnæsku er hvernig ég misskildi algjörlega tattú og fólk sem lét húðflúra sig.
Ef ég stóð í sturtu í sundlaug og sá konu með tattú fylltist ég ótæpilegri hræðslu:
Ég var handviss um að allir sem hefðu látið húðflúra sig væru með skuggalega fortíð, í það minnsta afbrotaferil.
Í mínum huga var línulegt samband á milli húðflúra og afbrota. Sem betur fer leiðréttist þessi misskilningur af sjálfu sér með aldrinum.
Persónulega finnst mér mikilfengleg tattú fallegust, kannski vegna þess að þegar þú hefur tekið skrefið og stór prósenta af líkamanum þínum er húðflúraður þá er þetta lífstíll.
Þegar fólk tekur hlutina alla leið finnst mér það merki um karakter, og tattú eru skemmtileg leið til að tjá sig og skreyta líkamann.
Hér eru myndir af nokkrum sætum stelpum með stór og mikil húðflúr – hvort þær séu með hreina sakaskrá er ekki víst en þær fá að njóta vafans!
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.