Ég er nýbúin að uppgötva naglalökk og ligg á vefsíðum að finna allskonar trix og aðferðir sem hægt er að nýta sér til að gera flottar neglur. Ég rakst á þessa síðu í morgun og fannst þetta frekar töff en ef maður fer eftir leiðbeiningunum þá ætti þetta ekki að vera mikið mál.
1. Fáðu þér naglalökk sem tóna. Vinkonurnar geta kannski splæst saman í eina línu
2. Settu smá vatn í skál og svamp
3. Naglalakkaðu svampinn eins og þú vilt að tónarnir komi út
4. Dúmpaðu svampnum á blað þannig að litirnir blandist saman
5. Dúmpaðu svampnum á neglurnar
6. Hreinsaðu það sem subbaðist út fyrir
7. Settu glært naglalakk yfir
Voila! Þú ert fín!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.