Nú er ansi kalt í veðri og fólk sem er með þurra húð getur fundið meira fyrir þessu en aðrir þar sem hún verður alveg extra þurr.
Þegar húðin er mjög þurr verður hún ekki eins falleg. Þá verður yfirborð hennar hrjúfara og línur meira áberandi. Við fegrum húðina okkar með frekar einföldum hætti hinsvegar. Við þurfum að hreinsa hana mjög samviskusamlega, nota kornakrem til að ná í burtu dauðum húðfrumum og svo verður að næra hana mjög vel með rakagefandi kremum. Þetta eru svona grunn atriðin.
Í kuldanum og skammdeginu er alveg nauðsynlegt að eiga góðan rakamaska. Þú getur notað hann í 10 mínútur eftir að þú kemur úr sturtu (meðan verið er að græja hárið) og þú getur líka sofið með hann (mæli með því). Sumar gera það 3-5 sinnum í viku þegar húðin verður fyrir sem mestum þurrki.
Öll stóru merkin framleiða góða rakamaska en núna er ég að nota einn sem er sérlega góður. Hann er frá franska merkinu CHANEL, heitir HYDRAMAX+ ACTIVE – (Active Moisture Mask) og er úr Hydramax+ Active línunni sem inniheldur sérstaklega vörur fyrir þurra húð.
Maskinn nærir húðina mjög vel með raka, er kremaður, ilmar vel og að sögn sölufulltrúa Chanel finnur hann sérstaklega “veika þurra bletti” og nærir þá extra mikið. Ég hef notað þennan fyrir háttinn og vakna með mjúka og vel nærða húð að morgni.
Þetta er virkilega góður rakamaski og mikil dekurvara. Þú finnur alveg hvernig húðin drekkur maskann í sig eftir að þú berð hann á og allir þurrkublettir hverfa. Best er að bera hann á alveg hreina húð og vera búin að nota kornakrem á undan.
Ef þú átt ekki góðan rakamaska núna skaltu trítla út í búð hið fyrsta og ná þér í einn.
Góður rakamaski er algjör nauðsyn fyrir pjattrófur á veturnar í landi sem er með jafn þurrt loftslag og Ísland og það er um að gera að muna eftir því að nota hann.
(Svo ekki sé minnst á áfengið og mataræðið sem fylgir hátíðarhöldunum um þessar mundir).
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.