Prótein er jafn nauðsynlegt fyrir hárið og allt hið innra með okkur. Það styrkir vöxt hársins og viðheldur litnum fallegum.
Hárið okkar getur sagt mikið til um almenna heilsu. Það er uppbyggt á próteinum, keratíni og steinefnum en ástand hársins segir til um magn næringar sem við vinnum úr fæðunni. Góð næring og góð melting sýnir sig í útliti hársins.
Þurrt hár getur skapast vegna ónægjanlegs próteins í fæðu, skorts á fitusýrum, vanvirkni skjaldkirtils og breytingaskeiðs eða vegna þeirra hársnyrtivara sem notaðar eru.
Prótein er mikilvægt efni til að jafna út gljúpleika hársins en það endurnýjar keratin próteinið sem við töpum á hverjum degi, strykir og verndar hárið.
Prófaðu að fjárfesta í góðum prótein úða og djúpnæringu sem inniheldur prótein og styrkir hárið þitt vel. Þú færð þær á öllum betri hárgreiðslustofum en ég mæli til dæmis með Label M vörunum.
Eins er gott að taka B vítamín og Hárkúr til að efla og styrkja hárið og síðast en ekki síst ber okkur alltaf að passa mataræðið!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.