Mikil auking hefur orðið hjá konum eldri en 65 ára í lýtaaðgerðum í Bretlandi og víðar.
Að sögn DailyMail hefur orðið 17% aukning á síðustu fimm árum í alhliða aðgerðum hjá konum eldri en 65 ára. 21% aukning varð í augnpokaaðgerðum og hrukkuaðgerðir á borð við botox og relystane hafa aukist um 22%. Vinsælustu aðgerðirnar eru þó andlitslyftingar sem hafa aukist um 18%.
Ástæðuna telja margir vera þá að konur hafa meiri tíma og peninga til að eyða í sjálfar sig. Hálf ævin fór jafnvel í barnauppeldi og ekki mikill tími til að huga að aðgerðum en eftir sextugt hafa margar nægan tíma og sparifé.
Jane Fonda, sem er 73 ára, viðurkenndi nýlega að hafa farið í slíkar aðgerðir en hún er meðal þeirra eldri kvenna sem líta stórkostlega vel út. Dolly Parton, sem er 65 ára, hefur reyndar líka farið í ótal aðgerðir en ekki er hægt að segja að þær hafi heppnast jafn vel og hjá Fonda.
Í frægu viðtali sagði Dolly: ‘If I see something sagging, bagging, and dragging, I’m going to nip it, suck it and tuck it.’
Þetta útleggst í stuttu máli: ‘Ef ég sé eitthvað slappast, leka eða drabbast þá mun ég skera það, sjúga og girða.’
Fonda sem verður 74 ára í næsta mánuði er líka aðdáandi aðgerðanna. Í viðtali við Shape Magazine sagðist hún þakka eftirfarandi atriðum sitt fallega útlit:
‘Ég get skrifað 30 prósent á erfðirnar, 30 prósent á gott kynlíf, 30 prósent á íþróttir og heilbrigðan lífsstíl en síðustu tíu prósentin verð ég að skrifa á lýtalækninn minn’.
![](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2022/06/pjatt.png?resize=100%2C100&ssl=1)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.