Ombre hár eins og það kallast er búið að vera gríðalega vinsælt upp á síðkastið en Ombre er sem sagt öðruvisi litaðir endar hársins.
Til eru margar og mismunandi gerðir af ombre en tískan hefur verið áberandi í skemmtanaiðnaðinum frá því snemma á síðasta ári.
Þetta er virkilega skemmtileg tíska og í fyrsta skipti þar sem rót er í tísku!
Sagt var að þetta væri kreppu look en í sumar kom Ombre litagleði og litagleði yfir höfuð í hár, sem mér finnst sértaklega skemmtilegt enda allt svo frjálst, líflegt og sumarlegt!
-Dökkt hár með ljósa enda
-Ljóst hár með dökka enda
-Hægt að vera með litað eða ólitað hár og gera endana klikkaða í allskonar litum,
og fleiri en einn lit
-Hárið t.d fölbleikt og endana skær bleika
Flott er að aflita enda og setja skemmtilega liti yfir það, þegar litirnir renna úr þá ertu samt með ombre litað hár, stundum er gott að setja 2-3 sinnum lit i endana – helst betur og betur!
Það sem þarf að hafa i huga sértaklega þegar er farið í skemmtilegu litina; bleikan, rauðan, bláan,grænan, fjólubláan, gulan og fleiri er það að þessir litir eiga það til að renna rosalega fljótt úr, hérna koma ráð til að halda litum lengur í.
- -Þvo hárið sem sjaldnast
- -Þegar hárið er þvegið, að nudda og þvo rótina, óþarfi að nudda endana upp úr sjampói.
Tískan er einnig að heillita hárið einn lit – Bleikt, blátt og fjólublátt er sérstaklega vinsælt en einnig að hafa fleiri enn einn lit i einu í hárinu! Skemmtilegt að vera öðruvisi og þora 😉
Love
-Katrin
Katrín/Kata er hárstnyrtir og eigandi stofunnar Sprey í Mosfellsbæ. Hún hefur unnið með fjölda ljósmyndara, komið fram í Vouge.com og séð um hár fyrir ýmis verkefni, tímarit og unnið til verðlauna hérlendis og erlendis! Kata er fagmanneskja fram i fingurgóma og alltaf tilbúin i spennandi verkefni – Nánari upplýsingar hjá Sprey 5176677 eða á katasprey@gmail.com