Long-Wear gel eyelinerinn frá Bobbi Brown er mjög góður og helst vel á – enda heitir hann Long-Wear.
Hann klessist ekki, auðvelt er að setja hann á og hann þornar ekki alveg strax við ásetningu, því er hægt að leika sér aðeins með hann og móta eða þurrka af eftir því hvernig til tekt. Eyeliner burstinn frá Bobbi hentar mjög vel við ásetningu en ég mæli með því að þú fjárfestir í einum slíkum um leið. Burstinn getur gert gæfumuninn.
Uppáhalds liturinn minn er númer 9 og heitir Bronze Shimmer. Ég nota hann bæði einan og sér eða með augnskugga og íburðarmeiri förðun.
Hér er svo kennslumyndband og smá umfjöllun…
_____________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=n50Go__kgL4[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig