Það er nokkuð ljóst að skoðanir eru mjög skiptar á fegurðarsamkeppnum. Fylgismenn slíkra keppna telja eðlilegt að fagrar konur bjóði sig fram til að keppa við kynsystur sínar um hver á landi, eða í heimi fegurst sé. Það sama á að sjálfsögðu við um karla, en fegurðarsamkeppnir þeirra eru hins vegar mun sjaldgæfari en kvenna.
Karlar frekar í vaxarrækt
Í kjölfar jafnréttisbaráttunnar, sem tók heilmikinn vaxtarkipp á sjöunda áratugnum, beindist talsverð gagnrýni að ofuráherslunni sem lögð er á útlit kvenna í keppnum af þessu tagi. Á sama tíma fóru fegurðarkeppnir karla að líta dagsins ljós, en oftar en ekki voru þær haldnar undir formerkjum vaxtarræktar, eða einhvers annars en yndisþokkans eins.
Einnig hefur tíðkast lengi að karlar keppi í fegurð, klæddir og tilhafðir eins og konur.
Almennt um keppnisgreinar
Burtséð frá því hvort karlar eða konur metist með þessum hætti, þá er forvitnilegt að velta keppnisgreininni fyrir sér sem slíkri. Þegar keppt er í einhverri grein er markmiðið að sjálfsögðu að bera sigur út býtum. Metnaður er nauðsynlegur til að settu marki verði náð, en mikilvægt er að vinna heiðarlegan sigur og fylgja leikreglum, því að keppnin þarf jú að vera “drengileg”.
Þessi atriði eru almenn og eiga við um flestar keppnisgreinar. Þá gengur keppnin að vísu út á einhverja íþrótt, fimi, snilld eða list, en ekki ástand eða eiginleika.
Fegurðaríþróttin
Hins vegar þarf heilmikið listfengi, æfingar og úthald til að uppfylla staðlana sem miðað er við í fegurðarkeppnum þannig að í rauninni má líkja fegurð við íþrótt í þeim skilningi. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða eftirfarandi skilgreiningu á algengri keppnisíþrótt þar sem búið er að skipta út heiti hennar og setja fegurð í staðinn.
Fegurð er hópíþrótt, keppnisíþrótt, fjölskylduvænleg almenningsíþrótt, heilsusamlegur lífsmáti og einkennist af mikilli keppnishörku liðsmanna sem eru reiðubúnir að gera allt fyrir sigurinn án þess að brjóta mikið á fólki.
Spurning hvort fegurð efli líka alla dáð?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.