Tískuhús CHANEL er búin að setja á markað fyrir veturinn enn eina förðunarsnilldina CHANEL Perfection Lumiére.
Þetta er nýr farði sem Chanel fullyrða að muni endast þér allt að 15 tíma eftir að þú hefur farðað þig og í staðinn færð þú ‘glóandi’ og náttúrulega áferð sem endist yfir daginn. Farðinn er jafnframt mattur sem gerir það að verkum að þú þart að púðra þig þeim mun minna ef þá eitthvað.
Chanel Perfection Lumiére gefur andlitinu mjög fallega áferð og hylur einnig vel þær misfellur og flekki sem þarf að hylja án þess þó að vera of þykkt en Chanel Perfection Lumiére er fljótandi og léttur farði með pumpu. Þannig getur þú vel stjórnað hversu mikinn farða þú notar í hvert skipti. Farðinn verður ekki þykkur eða breytist í kökumeik langt frá því, mjög viðráðanlegur og fallegur að vinna með.
Ef þig þyrstir að vita enn meira þá er förðunarmeistarinn hún Lisa Eldridge hér með kennslumyndband í förðun á Chanel Perfection Lumiére…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=D9C94IHjv9M[/youtube]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.