Með hækkandi sól og meiri hlýju er tilvalið að opna fataskápinn, draga fram kjólana og daðra við kvennleikann.
Margar konur telja sér trú um að kjólarnir séu of fínir til að ganga í dagsdagleg.
Þær telja sér trú um að það séu ekki réttar aðstæður eða nógu mörg tækifæri til að klæðast þeim. Því er ég algjörlega ósammála og nýti hvert tækifæri til að klæðast kjólum.
Ef þeir eru aðeins of fínir þegar ég er í hálum hælum með spennu í hárinu þá fer ég bara í þykkar sokkabuxur, oft í flippuðum lit, hendi mér í stígvél (samt ekki NOKIA stígvél) og nota svo gollu yfir og ég er fín í hvaða aðstæður sem er, hvort sem það er vinnan, barnaafmæli eða verslunarferð í Smáralindinni.
Stattu nú upp frá tölvunni, opnaðu fataskápinn og taktu fram kjólana þína, veldu þér einn og mættu í honum í vinnuna á morgun.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.