Húðflúr hafa verið í tísku lengi og vinsældir þeirra aukist mikið undanfarin ár. Það getur verið mjög flott að skreyta líkama sinn með húðflúrum en það er líka hægt að sjá eftir þeim ef maður hugsar ekki málið til enda.
Ég er til dæmis með sex húðflúr og mörg þeirra hugsaði ég ekki til enda og er engan veginn nógu ánægð með í dag.
Hér er góður tékklisti fyrir þá sem eru að íhuga að fá sér húðflúr. Bæði fyrir yngri og eldri:
Er ástæða fyrir því að foreldrum lýst illa á hugmyndina?
Foreldrar eru stundum ekki vinsælir álitsgjafar þegar kemur að húðflúrum, þá gætu þau haft rétt fyrir sér með að þú verðir kannski óánægð með þau þegar þú verður eldri. Hugsaðu málið vel útfrá þér sjálfri framtíðarplönum og lífsstíl.
Veistu hvað þú vilt?
Langar þig bara í „eitthvað töff“ eða hefurðu sérstaka mynd eða stíl í hugsa sem þú tengir við og ert tilbúin að hafa á þér alla ævi? Ef þú ert óviss þá taparðu engu á því að bíða í nokkra mánuði/nokkur ár til viðbótar.
Þekkirðu áhætturnar?
Skammtímasársauki er minnsta áhættan. Það er hætta á sýkingum sem geta bæði eyðilagt húðflúrið og húðina undir því og í kringum það. Þú þarft að vera tilbúin að hugsa mjög vel um húðflúrið fyrstu vikurnar.
Hefurðu fundið góðan listamann til að setja húðflúrið á þig?
Gott er að fara á staðinn og skoða bæði fyrri verk og teikningar eftir listamanninn sem þú ert að spá í að fá í verkið. Nauðsynlegt er að staðurinn sé viðurkenndur og farið sé eftir heilbrigðisreglum til þess að minnka hættu á sýkingum.
Gæti táknið orðið misskilið?
Skoðaðu húðflúrið frá öllum hliðum og sjónarhornum og pældu í því. Ég fékk mér rún á hnakkann og komst seinna að því að er eins og eldingin á enninu á Harry Potter.
Hugsaðu málið vel til þess að tryggja það að þú verðir ánægð með þitt val. Ekki bara í hálft ár, heldur í marga áratugi!
HÉR er svo ansi skemmtileg færsla um allskonar húðflúr sem skrifuð var á Pjattrófurnar í fyrra.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com