Það er mikilvægt fyrir mig að hafa fallegar og vel snyrtar neglur og þar sem ég vinn mikið við tölvu leyfi ég mér stundum þann lúxus að fara í handsnyrtingu.
Ég hef prófað gel, hunangs, venjulega lökkun og nú nýlega acryl neglur sem mér finnst vera algjörlega málið fyrir mig. Acryl endist lengi og vel. Þessar fallegu acryl neglur sem ég fékk mér hjá Makeover fyrr í vetur endust í fimm vikur og voru ekki orðnar ljótar þegar ég fór í lagfæringu.
Ég var ótrúlega ánægð með neglurnar mínar sem voru alveg neutral acryl með möndlu lögun. Mér finnst þær henta vel fyrir þær okkar sem eru í skrifstofuvinnu en vilja samt hafa smá “edge”. Annars er ég líka mjög spennt fyrir stiletto nöglum, oddhvassar neglur sem má klárlega kalla “signature” neglur Rihönnu.
Það er vel hægt að lakka acryl neglurnar. Lakkið þær fyrst með glæru lakki og setjið svo einhvern lit. Það má nota acetone og það þarf ekki að vera af einhverri sérstakri gerð. Þegar mínar neglur fara að vaxa undir acryl nöglunum þá nota ég glært lakk til að lakka yfir skilin (lakka að sjálfsögðu alla nöglina).
Mér finnst skemmtilegt hvað naglatískan er fjölbreytt. Hér eru t.d. nokkrar myndir af því sem Makeover hefur upp á að bjóða.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.