Ég er forfallinn naglalakkaaðdáandi og veit fátt skemmtilegra en að flakka um vefinn og skoða nýjustu “trendin” í nöglum.
Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikið úrval af útlitum og hugmyndum um hvernig þú getur naglalakkað þig.
Mér finnst matta útlitið æðislegt og er búin að prófa það með allskonar litum og það er alltaf jafnflott, hvort sem liturinn er ljós eða dökkur. Límmiðar eða svokallaðir Nail Stickers eru einstaklega smart og þú ert ótrúlega fljót að skella límmiðanum á neglurnar og þarft ekki einu sinni að bíða eftir neglurnar þorni.
“Cracked” útlitið er líka flott og gefur flotta vídd í neglurnar.
Að prófa sig áfram getur líka verið gaman, hver segir að allar neglurnar þurfi að vera eins á litinn, þú getur litað þrjár neglur eins og haft tvær öðruvísi, eða bara haft sitthvorn litinn á öllum nöglunum, það er einstaklega skemmtilegt útlit!
Síðan er hægt að prófa sig áftam með allskonar hugmyndum svo sem að setja doppur á neglurnar, búa til broskalla, ský, allskyns fígúrur og margt fleira.
Ég mana þig að prófa þig svolítið áfram með naglalökk og leika þér með hugmyndir.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig