Það hlaut að koma að því að naglalakk yrði markaðssett fyrir karlmenn enda ekki minni menn en Justin Bieber og Dave Navarro sem bera naglalakk.
Marco Berardini frá Texas hefur stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum vöruna en það kallar hann Alpha Nails og vitnar með því í freka karlkyns hunda sem kallast alpha males.
“Karlmenn eru orðnir meðvitaðari um hvernig hægt er að nota naglalakk til að definera sjálfa sig,” sagði hann í viðtali við snyrtivörublaðið Allure. “Hvort sem þeir velja að nota fullkomið manicure sem sýnir að þeir njóta velgengni og frama eða svartur, bleikur eða annar djarfur litur til að sýna að þeir beygja sig ekki undir reglur samfélagsins – Naglalakk er leið til að tjá hver maður er,” segir Marco sem sjálfur byrjaði að nota naglalakk til að hætta að naga á sér neglurnar.
Auglýsingaherferðir Alpha Nails tíunda kosti þess að menn beri naglalakk og benda m.a. á að menn með naglalakk fái meira kynlíf og séu sjálfsöruggari. Það er spurning hvernig þetta með kynlífið virkar?
Naglalökkin heita djörfum og karlmannlegum nöfnum t.d. “Benjamins” (ljósgrænt), “Cocaine” (ljósbleikt) og “Pirate Gold” (skærappelsínugult) og kosta rúmar 100 kr. Hönnunin á lakktúbunni er skemmtileg, kemur í einskonar tússpennaformi og auðvitað með kennslumyndbandi svo þetta fari ekki allt í klúður.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi flippaða tíska á eftir að ná til Íslands en þegar hafa borist fréttir af körlum á háum hælum úti í hinum stóra heimi. Það styttist kannski í pilsin og kjólana?
Ekki skrítið… það er svo gaman að vera pjattrófa! 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.