Eitt af því besta sem ég geri fyrir sjálfa mig er að fara á snyrtistofu. Láta pakka mér inn í mjúkt teppi, dekra við mig á allann hátt og koma sætari heim. Það gerist ekki mikið betra en það.
En ef sömu brögðum væri beitt á snyrtistofum í dag og árið 1930 þá er ég ekki svo viss um að slökunin og ánægjan yrði sú sama. Satt best að segja líta þessar aðferðir ótrúlega einkennilega, eiginlega hræðilega út, og mér þætti mjög gaman að vita hvort þær hafi skilað einhverjum sérstökum árangri.
Þetta gæti eins verið tekið í Guantanamo eða á setti fyrir einhverja hrollvekju. Og skyldu ekki einhver óhöpp hafa átt sér stað á meðan þessum fegrunaraðgerðum stóð?
Maður spyr sig…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.