Varirnar eiga það til að verða útundan hjá okkur. Þær þorna upp þegar veðrið breytist en hægt er að koma í veg fyrir þetta svo að varirnar verða alltaf mjúkar og fallegar:
Notaðu varasalva
Varasalvi, Vaselín og Júgursmyrsl vernda varirnar fyrir veðurfari og halda þeim mjúkum, nærðum og ósprungnum. Svo er hægt að fá ótrúlega pæjulega varasalva í flestum snyrtivöruverslunum sem gaman er að ganga um með í snyrtibuddunni.
Passaðu upp á vatnsdrykkju
Vatnsdrykkja er mikilvæg fyrir alla hluta líkamans og líka húð og varir.
Notaðu skrúbb
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst gaman að dekra við húð, hár og líka varirnar. Takið vaselín, berið það yfir varið og skrúbbið yfir með þurrum þvottapoka eða mjúkum tannbursta. Þannig fer dauð húð af vörunum og þær verða mjúkar og fínar! Svo er hægt að fá sérstakan skrúbb og maska fyrir varir, spyrjist fyrir í verslunum!
Notaðu varalit/gloss
Mér finnst mikilvægt að vera alltaf með eitthvað á vörunum til að vernda þær fyrir umhverfinu, hvort sem það er varasalvi, góður varlitur eða gloss. Varalitir í dag eru orðnir það góðir að í þeim eru allskyns olíur sem næra og vernda.
Prófaðu að fara eftir þessum ráðum í nokkra daga og varirnar ættu að ná mýkt og heilbrigði!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com